Enskir fjölmiðlar telja líklegt að Lee Carsley bráðabirgðaþjálfara enska landsliðsins verði boðið að fá starfið til frambúðar.
Carsley, sem hefur þjálfað yngri landslið Englands með góðum árangri, tók við starfinu tímabundið þegar Gareth Southgate lét af störfum eftir EM.
Carsley, sem hefur þjálfað yngri landslið Englands með góðum árangri, tók við starfinu tímabundið þegar Gareth Southgate lét af störfum eftir EM.
„Ég geri ráð fyrir því að hann vilji taka við enska landsliðinu, þó hann hafi neitað að segja það opinberlega," segir Phil McNulty yfirmaður fótboltaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins.
„Það hefði skaðað hans möguleika ef hann hefði ekki unnið bæði Írland og Finnland. En þetta gekk algjörlega að óskum, hann féll ekki í neinar gildrur."
„Það er ekki hægt að fella neina stóra dóma byggða á þessum sigrum en Carsley hefur aukið þá tilfinningu að það sé hans að tapa þessu starfi. Hann hefði ekki getað gert mikið meira."
Athugasemdir