Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Heimis hjá Val út 2029
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Val og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2029.

Birkir hefur verið hjá Val frá árinu 2020 ef frá er talið sumarið í fyrra þar sem hann var með uppeldisfélaginu Þór í Lengjudeildinni. Þór keypti hann frá Val og Valur keypti hann svo til baka síðasta haust. Þá skrifaði Birkir undir samning út 2028.

Birkir fór mjög vel af stað á þessu tímabili og var einn allra besti leikmaður deildarinnar þar til hann meiddist í byrjun júní. Hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en um þremur mánuðum seinna og tók þátt í tveimur síðustu leikjum Vals fyrir landsleikjahlé.

Birkir er 25 ára miðjumaður sem fór frá Þór til Heerenveen sumarið 2016 og fór svo í Val fyrir tímabilið 2020. Hann á alls að baki 28 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim fimm mörk.
Athugasemdir
banner