mán 11. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mancini: Skrítið ef Jorginho vinnur ekki Ballon d'Or
Jorginho
Jorginho
Mynd: EPA
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho hefur átt frábært ár bæði með Chelsea og ítalska landsliðinu. Roberto Mancini hefur miklar mætur á leikmanninum og telur að hann eigi skilið að vera útnefndur sem besti leikmaður heims.

Jorginho vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea í lok síðasta tímabils og fylgdi því svo á eftir með því að vinna Evrópumótið með ítalska landsliðinu.

Hann kemur til greina sem besti leikmaður ársins (Ballon d'Or) og verða þau afhent í lok árs.

„Jorginho ætti að vinna Ballon d'Or. Það er mín skoðun. Hann hefur unnið allt og á skilið að vinna þessi verðlaun og væri það eiginlega bara skrítið ef hann myndi ekki vinna," sagði Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner