mán 11. október 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilboði KR neitað en Valgeir er ekki svekktur
Kemur til greina að spila í næstefstu deild
Valgeir í leik gegn KR
Valgeir í leik gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er leikmaður U21 árs landsliðsins og HK. HK mun spila í næstefstu deild á næsta tímabili eftir fall úr Pepsi Max-deildinni.

Valgeir hefur verið orðaður við önnur félög eftir að tímabilinu lauk og var fjallað um það um helgina að KR hefði boðið í Valgeir en HK neitaði tilboðinu.

Valgeir ræddi við Fótbolta.net í dag og var spurður út í framtíðina. Hvernig er hausinn á þér stilltur núna og hvað er það sem þig langar að gera?

„Núna er hausinn 100% stilltur á að gera eins vel og ég get með landsliðinu og hjálpa landsliðinu að ná þrem punktum gegn Portúgal. Svo tek ég bara stöðuna eftir landsliðsverkefni hvað ég mun gera með framhaldið," sagði Valgeir.

Finnst þér koma til greina að spila í næstefstu deild? „Já, það kemur alveg til greina að gera það. Ég er ekki búinn að hugsa um þetta núna. Eftir landsliðsverkefnið mun ég hugsa meira út í framhaldið."

Það voru fréttir að KR hefði boðið í þig, ertu svekktur að því tilboði hafi ekki verið tekið? „Nei, ekkert endilega. Ég vissi sjálfur ekki af þessu, sá þetta bara í fjölmiðlum og hafði ekki hugmynd um þetta. Ég er ekkert svekktur yfir þessu. Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu," sagði Valgeir.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. U21 landsliðið mætir Portúgal í undankeppni fyrir EM á morgun klukkan 15:00 og fer leikurinn fram á Víkingsvelli.
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner