Heimild: Vísir

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru flottir saman á miðjunni með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi í síðasta verkefni.
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, velti því hins vegar fyrir sér eftir leikinn í umfjöllun Sýnar Sport, hvort það hefði ekki verið betra að tefla fram varnarsinnaðari miðjumanni með þeim.
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, velti því hins vegar fyrir sér eftir leikinn í umfjöllun Sýnar Sport, hvort það hefði ekki verið betra að tefla fram varnarsinnaðari miðjumanni með þeim.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Við erum með tvo miðjumenn þarna sem eru ekki „sexur“. Þeir eru báðir agressívir. Ástæðan fyrir því að hann er ekki með Stefán Teit er örugglega sú að hann hefur ekki verið að spila með sínu félagsliði," sagði Lárus Orri.
„Ég held að leikplanið fyrir leik hljóti að hafa verið að við ætluðum að pressa á þá, nýta vélina í þessum tveimur miðjumönnum til þess, og þess á milli leggjast niður djúpt og þétta liðið. Gera það þannig auðveldara fyrir þessa tvo miðjumenn að verjast. En það bara gekk ekki eftir, því við fengum á okkur mörk í fyrri hálfleik úr einstaklingsmistökum. Hvort við hefðum komið í veg fyrir þessi mörk ef við hefðum verið með sexu? Já, örugglega eitthvað af þeim.“
Athugasemdir