Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fös 11. nóvember 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Sýndi að við höfum þroskast
Mynd: EPA

Arsenal er á hraðri uppleið undir stjórn Mikel Arteta en liðið gæti verið á toppnum þegar HM gengur í garð.


Arteta sat fyrir svörum í dag fyrir síðasta leikinn fyrir HM gegn Wolves á morgun. Hann var spurður hvort liðið væri að spila eins vel og hægt er.

„Við höfum á köflum verið að spila fullkomlega í stórum leijum, sérstaklega gegn topp andstæðingum. Frammistaðan um síðustu helgi sýndi að við höfum þroskast og sýndi aðra hlið á liðinu að þegar við þurfum að sýna það, gerum við það," sagði Arteta

„Þetta er enn í vinnslu, það sem við gerum í dag getum við kannski ekki gert á morgun. Maður þarf að halda einbeitingu til að ná frammistöðu til að vinna. Við einbeitum okkur að því að spila betur á hverjum degi."

Með sigri um helgina verður Arsenal á toppnum yfir HM.

„Það væri frábært en við einbeitum okkur að því að spila betur á hverjum degi. Ef við gerum það þá eigum við meiri möguleika á að vinna," sagði Arteta að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner