Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 08:47
Elvar Geir Magnússon
Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd
Powerade
Rúben Amorim bíður eftir atvinnuleyfi.
Rúben Amorim bíður eftir atvinnuleyfi.
Mynd: EPA
Fer Nkunku að blása blöðrur á Old Trafford?
Fer Nkunku að blása blöðrur á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Tah er einnig orðaður við Man Utd.
Tah er einnig orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Gleðilega nýja vinnuviku. Nú er landsleikjagluggi genginn í garð en það stoppar að sjálfsögðu ekki ensku götublöðin. BBC hefur tekið saman allt helsta slúðrið sem er í gangi.

Rúben Amorim er tekinn við Manchester United en þó ekki formlega þar sem hann er ekki enn kominn með atvinnuleyfi. Það kemur ekki að sök þar sem flestir leikmenn liðsins eru komnir til móts við landslið sín og leyfið ætti að koma í vikunni. (Guardian)

Manchester City er tilbúið að borga 50 milljóna punda riftunarákvæði Martin Zubimendi (25), miðjumanns Real Sociedad. City vill bæta við miðjumanni í janúar vegna meiðsla Rodri. (Mirror)

Federico Valverde (26), miðjumaður Real Madrid, er annar leikmaður sem er á blaði City en úrúgvæski landsliðsmaðurinn er með riftunarákvæði upp á 830 milljónir punda. (Fichajes)

Paris St-Germain er „plan B“ fyrir Erling Haaland (24), framherja Manchester City, en Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga á Norðmanninum sem verður samningslaus árið 2027. (Football365)

Manchester United íbugar að gera óvænt tilboð í Christopher Nkunku (26) framherja Chelsea. Frakkinn er óánægður með spiltíma sinn undir stjórn Enzo Maresca. (L'Equipe)

Manchester United hefur hafið viðræður við Sporting Lissabon um möguleg kaup á portúgalska kantmanninum Geovany Quenda (17). (Mundo Deportivo)

Rauðu djöflarnir hafa einnig blandað sér í baráttu við Barcelona í kapphlaupi um Jonathan Tah (28), varnarmann Bayer Leverkusen í Þýskalandi. (Fichajes)

Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero (26) hjá Tottenham og Jarrad Branthwaite (22) varnarmaður Everton eru á blaði Real Madrid. (Caught Offside)

Wataru Endo (31), miðjumaður Liverpool, er mjög eftirsóttur þar sem japanski landsliðsmaðurinn heldur áfram að berjast fyrir spiltíma á Anfield. AC Milan, Fulham, Wolves og Ipswich hafa öll áhuga. (Caught Offside)

Tottenham vill fá argentínska miðjumanninn Facundo Buonanotte (19), en þarf að keppa við Leicester þar sem hann er í láni frá Brighton. (Fichajes)

Marcio Calves, stjórnarmaður Santos, segir að endurkoma Neymar (32) til félagsins sé „draumur allra aðdáenda“. Þó engar opinberar samningaviðræður hafi átt sér stað við Al-Hilal segist hann telja 60% líkur á að Neymar myndi koma þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Roberto Mancini er talinn efstur í veðbönkum til að vera ráðinn stjóri Roma en endurkomur Daniele de Rossi eða Claudio Ranieri eru einnig talin möguleg. Þá hefur Frank Lampard einnig verið orðaður við stöðuna. (La Gazzatta Dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner