Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2024 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ansi þunnskipað í hjarta varnarinnar - Hverjir væru næstir inn?
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir því að Sverrir og Aron byrji í hjarta varnarinnar í Svartfjallalandi á laugardag.
Fótbolti.net spáir því að Sverrir og Aron byrji í hjarta varnarinnar í Svartfjallalandi á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að ljóst varð að hvorki Daníel Leó Grétarsson og Hlynur Freyr Karlsson gætu spilað með landsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni er ljóst að hópurinn er ansi þunnskipaður þegar kemur að miðvörðum. Daníel datt úr axlarlið í leik SönderjyskE gegn Vejle um helgina og Hlynur meiddist í leik Brommapojkarna gegn Malmö í gær.

Í raun eru einungis tveir leikmenn sem hafa spilað miðvörð á þessu ári í hópnum. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason og Guðlaugur Victor Pálsson. Þriðji miðvörðurinn er svo Aron Einar Gunnarsson sem spilaði síðast sem miðvörður með landsliðinu í fyrra.

Aðrir kostir í miðvarðarstöðuna eru svo bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sem prófaður var í miðverðinum gegn Hollandi í sumar og Júlíus Magnússon sem er djúpur miðjumaður sem gæti fært sig enn aftar.

Hörður Björgvin Magnússon er ekki farinn af stað með liði sínu Panathinaikos. Hann væri örugglega í hópnum ef hann væri heill heilsu. Hjörtur Hermannsson er heldur ekki í hópnum en hann hefur ekki verið í leikmannahópi Carrarese í rúman mánuð.

Næstu fjórir kostir inn í landsliðið eru líklega þeir Brynjar Ingi Bjarnason (Ham-Kam) sem hefur verið nálægt hópnum, Ari Leifsson (Kolding), Róbert Orri Þorkelsson (Kongsvinger) og Logi Hrafn Róbertsson (FH/U21). Brynjar var kallaður inn í hópinn í haust en gat ekki komið til móts við landsliðið vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir að hann var kallaður inn í hópinn.

Ef kafað er dýpra, meira í íslensku deildina, þá er hægt að horfa í miðvarðapar Íslandsmeistara Breiðabliks; Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic.
Athugasemdir
banner