Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 17:23
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Williams í banastuði fyrir toppliðið
Mynd: EPA
Fenerbahce 0 - 2 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('5 )
0-2 Inaki Williams ('45 )

Inaki Williams skoraði bæði mörk Athletic Bilbao sem vann 2-0 útisigur gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni. Bilbæingar eru á toppi deildarinnar, ósigraðir með sextán stig.

Fyrra mark leiksins kom á fimmtu mínútu þegar heimamenn gerðu skelfileg mistök í vörninni, Samet Akaydin sendi beint á mótherja og Gorka Guruzeta renndi boltanum á Williams sem átti ekki í vandræðum með að skora.

Williams skoraði sitt annað mark og annað mark Bilbao rétt fyrir hálfleik með frábæru skoti úr þröngri stöðu í teignum en boltinn fór í stöng og inn.

Heimamenn luku leiknum með tíu leikmenn eftir að Mert Müldür fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 69. mínútu. Fenerbahce er í 15. sæti, sem er umspilssæti, en það á ýmislegt eftir að ganga á á morgun þegar fjölmargir leikir verða í keppninni.
Stöðutaflan Evrópa Evrópudeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Athletic 6 5 1 0 11 2 +9 16
2 Lazio 5 4 1 0 11 2 +9 13
3 Eintracht Frankfurt 5 4 1 0 10 5 +5 13
4 Galatasaray 5 3 2 0 13 9 +4 11
5 Anderlecht 5 3 2 0 9 5 +4 11
6 Ajax 5 3 1 1 13 3 +10 10
7 Lyon 5 3 1 1 12 5 +7 10
8 Rangers 5 3 1 1 12 6 +6 10
9 Tottenham 5 3 1 1 10 6 +4 10
10 Steaua 5 3 1 1 7 5 +2 10
11 Ferencvaros 5 3 0 2 11 5 +6 9
12 Man Utd 5 2 3 0 10 7 +3 9
13 Plzen 5 2 3 0 9 7 +2 9
14 Olympiakos 5 2 2 1 5 3 +2 8
15 Fenerbahce 6 2 2 2 7 9 -2 8
16 Real Sociedad 5 2 1 2 7 6 +1 7
17 Bodo-Glimt 5 2 1 2 8 8 0 7
18 AZ 5 2 1 2 7 7 0 7
19 Braga 5 2 1 2 7 7 0 7
20 Midtjylland 5 2 1 2 5 5 0 7
21 Roma 5 1 3 1 5 5 0 6
22 Besiktas 5 2 0 3 5 11 -6 6
23 Porto 5 1 2 2 10 10 0 5
24 St. Gilloise 5 1 2 2 3 4 -1 5
25 Hoffenheim 5 1 2 2 5 8 -3 5
26 Slavia Prag 5 1 1 3 4 5 -1 4
27 PAOK 5 1 1 3 5 8 -3 4
28 Elfsborg 5 1 1 3 7 11 -4 4
29 Twente 5 0 3 2 4 7 -3 3
30 Malmö 5 1 0 4 4 10 -6 3
31 Maccabi Tel Aviv 5 1 0 4 5 12 -7 3
32 Qarabag 5 1 0 4 4 13 -9 3
33 Ludogorets 5 0 2 3 1 6 -5 2
34 Rigas FS 5 0 2 3 4 10 -6 2
35 Nice 5 0 2 3 5 12 -7 2
36 Dynamo K. 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner
banner
banner