Manchester United virðist vera að ganga frá kaupum á Diego Leon, ungum vinstri bakverði frá Paragvæ.
Hann er á mála hjá Cerro Porteno í heimalandi sínu en fréttamaðurinn César Luis Merlo segir að samkomulag sé í höfn á milli félaganna um kaupverð.
Hann er á mála hjá Cerro Porteno í heimalandi sínu en fréttamaðurinn César Luis Merlo segir að samkomulag sé í höfn á milli félaganna um kaupverð.
Leon mun kosta Man Utd um 3 milljónir punda ef kaupin ganga í gegn.
Félögin eru sögð langt komin í viðræðum en enn eiga þau eftir að ná saman um ákveðin smáatriði.
Leon hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Manchester City en hann þykir gríðarlega efnilegur.
Athugasemdir