Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   mið 11. desember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að sækja ungan vinstri bakvörð
Diego Leon.
Diego Leon.
Mynd: Cerro Porteño
Manchester United virðist vera að ganga frá kaupum á Diego Leon, ungum vinstri bakverði frá Paragvæ.

Hann er á mála hjá Cerro Porteno í heimalandi sínu en fréttamaðurinn César Luis Merlo segir að samkomulag sé í höfn á milli félaganna um kaupverð.

Leon mun kosta Man Utd um 3 milljónir punda ef kaupin ganga í gegn.

Félögin eru sögð langt komin í viðræðum en enn eiga þau eftir að ná saman um ákveðin smáatriði.

Leon hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Manchester City en hann þykir gríðarlega efnilegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner