Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 11. desember 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Xavi tekur ekki við katarska landsliðinu
Xavi hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Barcelona.
Xavi hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Barcelona.
Mynd: Getty Images
Fótboltasamband Katar hefur kynnt nýjan landsliðsþjálfara sinn. Það er hinn 43 ára gamli Spánverji Luis Garcia sem var ráðinn í starfið.

Garcia er fyrrum stjóri Espnayol en hann hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari síðan á síðasta ári. Hann tekur við af Tintín Márquez sem var rekinn eftir 5-0 tap gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í síðasta mánuði.

Xavi Hernandez, sem spilaði og þjálfaði í Katar, var orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en nú er ljóst að hann tekur ekki við.

Xavi hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Barcelona fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner