Greint var frá því í hlaðvarpinu Dr. Football að Elías Már Ómarsson sé að ganga í raðir Íslandsmeistara Víkings. Þá kom einnig fram í þættinum að Elías hafi hafnað því að fara í uppeldisklúbbinn Keflavík.
Elías Már er leikmaður Meizhou Hakka í Kína, liðið féll úr úrvalsdeildinni um helgina, en hann er samningsbundinn liðinu fram á næsta sumar.
Elías Már er leikmaður Meizhou Hakka í Kína, liðið féll úr úrvalsdeildinni um helgina, en hann er samningsbundinn liðinu fram á næsta sumar.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, sagði í samtali við Fótbolta.net nýverið að hugur leikmannsins leitaði heim.
„Elías er samningsbundinn í Kína fram á næsta sumar, það þarf að koma í ljós hvernig það þróast, en hugurinn leitar heim, fjölskyldan er á Íslandi. Það eru mörg félög búin að hafa samband.“
Elías er þrítugur framherji sem hefur spilað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og í Kína á sínum atvinnumannaferli. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 14 leikjum með Meizhou Hakka. Elías á að baki níu A-landsleiki.
Athugasemdir



