Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   þri 12. janúar 2021 13:47
Elvar Geir Magnússon
Pirraður Parker: Alls ekki ásættanlegt
Scott Parker, stjóri Fulham, er allt annað en sáttur við að enska úrvalsdeildin hafi ákveðið með tveggja daga fyrirvara að Fulham ætti að leika gegn Tottenham.

Leiknum var frestað á dögunum vegna smita í herbúðum Fulham en í gær var ákveðið að hann yrði leikinn á miðvikudagskvöld. Upphaflega átti Tottenham að mæta Aston Villa á þessum tíma en þessu var breytt þar sem aðallið Villa er í sóttkví.

Parker segist hafa fengið að vita það klukkan 9:30 í gærmorgun að hans lið þyrfti að fylla í skarðið fyrir Villa.

„Ég geri mér grein fyrir því að við lifum á fordæmalausum tímum. Það þarf að sætta sig við hluti sem eru ekki eins og best verður á kosið. Ég er venjulega sá síðasti sem kvartar og kveinar en að tilkynna um úrvalsdeildarleik 9:30 á mánudagsmorgni er skandall," segir Parker.

„Þetta snýst ekki um leikinn, þetta snýst um fyrirvara. Fólkið sem tekur þessar ákvarðanir hefur ekki skilning. Þetta hefði ekki verið gert hjá liðunum sem eru að berjast við toppinn."

„Tottenham vissi að liðið ætti leik á þessum tíma og gat skipulagt sig eftir því en við fáum að vita þetta með tveggja daga fyrirvara. Þetta er ekki ásættanlegt, að láta leikmenn í þessa stöðu með tveggja daga fyrirvara. Leiknum var upphaflega frestað því við vorum með mörg tilfelli af Covid. Nú þurfum við að setja leikmenn í þá stöðu að spila með tveggja daga millibili."

Jose Mourinho stjóri Tottenham er á annarri skoðun en hann var spurður að því hvort Fulham hefði ekki rétt á því að láta í sér heyra eftir færsluna. „Ertu að meina þetta? Ég fékk fréttir af því tveimur tímum fyrir leikinn gegn þeim að hann ætti ekki að fara fram. Þetta er jákvæð lausn," sagði Mourinho.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner