Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. janúar 2022 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Það er ekkert annað en heiður
Icelandair
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi leikur var frekar kaflaskiptur," sagði Arnór Ingvi Traustason, sem var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Úganda í dag, á fréttamannafundi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Úganda

„Við byrjuðum sterkt og náðum þessu marki. Svo förum við aftur á hælana og gerum ekki það sem við vorum búnir að leggja upp með og ætluðum okkur að gera. Í seinni hálfleik fannst mér við vera þokkalega sprækir," sagði Arnór enn fremur.

Hann segir að Úganda sé með fínt lið sem spilar mjög beinskeyttan fótbolta. Hann var á því máli að íslenska liðið hefði getað gert betur og sérstaklega í því að stýra leiknum.

Arnór var í fyrsta sinn fyrirliði landsliðsins í dag og mun hann gera það glaður aftur ef hann fær tækifæri til þess.

„Þetta var skemmtilegt. Ég hef aldrei verið fyrirliði áður. Það er ekkert annað en heiður að vera fyrirliði landsliðsins. Þetta var skemmtilegt."

Er núna einn sá reynslumesti
Það hafa orðið miklar breytingar á landsliðinu á skömmum tíma - af ýmsum ástæðum. Liðið er orðið miklu yngra og Arnór er núna einn reynslumesti leikmaður lisins. Hvað finnst honum um þessar breytingar?

„Þetta er öðruvísi. Maður er vanur að vera með Kára, Ragga, Aron og fleiri að öskra mann í gang og stýra þessu. Núna þarf ég að axla ábyrgð og gefa af mér, og svoleiðis. Ég er meira en tilbúinn til þess. Við erum með ungt og mjög gott lið, og margir frábærir leikmenn að koma upp. Ef það er eitthvað sem ég get hjálpað til við eða gefið af mér, þá er ég meira en viljugur til að gera það," sagði Arnór.

Arnór er ánægður með þá sem hafa komið inn í hópinn í þessu janúarverkefni. Það eru margir nýliðar í hópnum. „Menn eru klárir, þeir taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Það er vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Þeir eiga allir framtíðina fyrir sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner