Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. janúar 2023 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn sem segja að Di Zerbi sé betri en Potter
Potter og Di Zerbi takast í hendur.
Potter og Di Zerbi takast í hendur.
Mynd: EPA
Brighton hefur verið að leika vel á tímabilinu og situr þessa stundina í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með þremur stigum meira en Chelsea eftir að hafa spilað leik meira.

Fyrr á tímabilinu missti Brighton stjóra sinn, Graham Potter, til Chelsea. Það hefur ekki gengið vel hjá honum þar en á sama tíma hefur Ítalinn Roberto Di Zerbi - eftirmaður Potter hjá Brighton - gert mjög flotta hluti.

Það var áhugaverð umræða á Talksport í dag þar sem fréttamaðurinn Alex Crook greindi frá því að umræða væri komin upp innan Brighton að Di Zerbi væri betri stjóri en Potter.

„Það hjálpar ekki Potter að Di Zerbi hafi komið inn hjá Brighton og sé að standa sig svona vel," sagði Crook og bætti við:

„Ég tala mjög oft við fólk hjá Brighton og það eru leikmenn þar sem segja að Di Zerbi sé betri en Potter."

Di Zerbi, sem er 43 ára, stýrði áður Shakhtar Donetsk í Úkraínu og Sassuolo á Ítalíu.

Chelsea mætir Fulham í kvöld en það verður áhugavert að sjá hvert umræðan fer ef Chelsea tapar. Það er farin að myndast pressa á Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner