Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Barnes er mjög mikilvægur fyrir okkur
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle var spurður út í kantmanninn Harvey Barnes sem hefur aðeins byrjað einn af síðustu níu leikjum liðsins.

Hann var síðast í byrjunarliðinu í 4-2 tapi á útivelli gegn Brentford og skoraði þar eitt af tveimur mörkum Newcastle. Hann hefur þó komið inn af bekknum í hverjum einasta leik síðan, án þess að skora eða leggja upp.

Barnes, sem var keyptur til Newcastle fyrir 38 milljónir punda, má þó búast við að vera í byrjunarliðinu gegn neðrideildaliði Bromley í enska bikarnum í dag.

„Harvey getur alveg komist inn í byrjunarliðið hjá okkur sérstaklega þegar það er svona mikið leikjaálag. Hann er frábær leikmaður sem er vanur að skora mörk og leggja upp og við munum þurfa á honum að halda á næstu mánuðum," segir Howe.

„Hann hefur aðallega verið að koma inn af bekknum fyrir okkur á þessu tímabili en hann er búinn að vera að standa sig frábærlega. Hann er búinn að skora afar mikilvæg mörk komandi inn af bekknum og er hans framlag alltaf mikilvægt jafnvel í leikjum þar sem hann skorar ekki.

„Hann leggur mikla vinnu á sig og ég ber mikla virðingu fyrir honum bæði sem leikmanni og manneskju. Hann er frábær einstaklingur og mjög mikilvægur leikmaður fyrir Newcastle."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner