Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. febrúar 2020 21:00
Aksentije Milisic
Löng meiðslasaga Dembele hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Þegar Neymar yfirgaf Barcelona árið 2017 og fór til PSG veltu margir því fyrir sér hvern Barcelona myndi fá inn í hans stað. Ousmane Dembele, þáverandi leikmaður Dortmund, varð fyrir valinu en hann kostaði liðið 105 milljónir evra auk 40 milljónir sem bættust við síðar meir.

Dembele var á þessum tíma næst dýrasti leikmaður sögunnar. Því miður fyrir Dembele og Barcelona þá hefur tími hans hjá félaginu verið matröð vegna meiðsla.

Fyrstu meiðsli hans hjá Börsungum komu þann 17. september árið 2017. Hann var þá meiddur aftan í læri í 106 daga og missti af 20 leikjum á þeim tíma. Þann 15. janúar, árið eftir, meiddist hann aftur aftan í læri og var þá frá í 26 daga og missti af sjö leikjum.

Þetta var aðeins byrjunin og var árið 2019 skelfilegt fyrir Frakkann. Hann varð fyrir meiðslum á ökkla í byrjun árs 2019 og var þá meiddur í rúmar þrjár vikur og missti af fimm leikjum. Einungis tveimur mánuðum seinna fékk hann rifu í lærið og var frá í 26 daga og missti af fjórum leikjum.

Hann meiddist í kjölfarið alls þrisvar sinnum aftan í læri árið 2019 og missti af alls 25 leikjum vegna þess. Hann fór í aðgerð í gær og verður nú frá í allt að sex mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner