Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Julio Cesar í KFA frá Reyni (Staðfest) - Selpa frá út tímabilið
Julio Cesar Fernandes
Julio Cesar Fernandes
Mynd: KF

Brasilíski framherjinn Julio Cesar Fernandes er genginn til liðs við KFA frá Reyni Sandgerði.


Þessi 27 ára gamli leikmaður kom fyrst hingað til lands til að spila með KF í 2. deild sumarið 2022 þar sem hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum. Hann færði sig til Reynis fyrir síðasta sumar þar sem hann skoraði 7 mörk í 21 leik í 2. deild.

Hann mun taka slaginn með KFA í 2. deildinni næsta sumar.

KFA tilkynnir einnig að Estepan Selpa muni ekki spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Það er mikill missir fyrir liðið en hann skorað 10 mörk í 19 leikjum í 2. deild síðasta sumar.

„Við sendum góðar kveðjur á Selpa og óskum honum góðs bata! Esperamos que tengas una pronta recuperación Esteban Selpa," segir í tilkynningu frá KFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner