Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. febrúar 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðsli Morata ekki eins alvarleg og óttast var
Mynd: EPA

Alvaro Morata leikmaður Atletico Madrid verður ekki eins lengi frá eins og óttast var í fyrstu.


Þessi 31 árs gamli framherji meiddist á hné í fyrri hálfleik í leik Atletico gegn Sevilla í spænsku deildinni í gær og var sárþjáður og var óttast um að hann hafi slitið krossband.

Spænska félagið hefur nú staðfest að um tognun sé að ræða og hann verður líklega frá í mánuð.

Félagið vonast til að hann verði klár í slaginn fyrir seinni leik Atletico gegn Inter á Metropolitano vellinum í Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 13. mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner