Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórdís Hrönn á förum frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er líklega á förum frá Val þar sem hún er ekki í plönum þjálfaranna. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hún fengið þau skilaboð að hún megi finna sér annað lið.

Þórdís er sóknarmaður sem fædd er árið 1993 og hefur verið hjá Val frá 2022. Hún er samningsbundin Val út komandi tímabil.

Hún missti af öllu tímabilinu 2023 vegna meiðsla en sneri aftur á völlinn síðasta sumar og kom við sögu í ellefu leikjum. Fyrir meiðslin, tímabilið 2022, átti Þórdís frábært tímabil. Valur varð Íslandsmeistari, hún var í liði ársins, skoraði sex mörk, var stoðsendingahæst í deildinni og maður leiksins í bikarúrslitaleiknum.

Hún á að baki 149 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað 30 mörk. Hér á landi hefur hún spilað með Breiðabliki, Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val. Þórdís á einnig að baki tvo A-landsleiki.

Hún hefur leikið með þremur liðum erlendis; tímabilin 2014-15 hjá Älta IF í Svíþjóð og fyrri hluta ársins 2019 hjá Kristianstad. Hún fór til Kýpur í sumarglugganum 2021 og lék með Apollon.

Athugasemdir
banner