Ívar Örn er gulur og blár í gegn, hann er varnarmaður sem getur bæði leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann hefur leikið að láni með Víkingi Ólafsvík og Magna auk þess að hann lék með háskólaliði vestanhafs.
Ívar á að baki 74 leiki í deild og bikar, í þeim hefur hann skoraði tvö mörk. Hann lék á sínum tíma einn U21 árs landsleik og í dag er hann fyrirliði KA. Í dag sýnir Ívar á sér hina hliðina.
Ívar á að baki 74 leiki í deild og bikar, í þeim hefur hann skoraði tvö mörk. Hann lék á sínum tíma einn U21 árs landsleik og í dag er hann fyrirliði KA. Í dag sýnir Ívar á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Ívar Örn Árnaon
Gælunafn: Íbbi Nelsin
Aldur: 24 ára
Hjúskaparstaða: einhleypur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 í Borgunarbikarnum
Uppáhalds drykkur: 7up free
Uppáhalds matsölustaður: Serrano
Hvernig bíl áttu: Kia Stonic
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Entourage
Uppáhalds tónlistarmaður: Kanye West
Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá no doubt
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, tromp og gúmmí
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Sóttvarnarlæknir: Ívar hér er strikamerki fyrir bólusetningu 04.03.2021 klukkan 9:30. Staðsetning: Akureyri, húsnæði Slökkviliðs Akureyrar.”
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég myndi seint fara yfir ána til nágranna minna í Þór.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jack Grealish hlýtur að taka þennan titil þegar ég spilaði við hann með u-21 í Englandi en aftur á móti var Will Hughes leikmaður Watford langbestur í þeim leik.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Mér fannst helvíti skemmtilegt combo að hafa (gamla skólann) Bjarna Jó með (nýja skólanum) Tufa þegar ég var að byrja í meistaraflokk KA.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það verður að vera nýskipaður fyrirliði Þórs, Siguður Marínó Kristjánsson.. Óþolandi leikmaður sem nennir að þræta við þig allan liðlangan daginn.
Sætasti sigurinn: Ætli ég setji ekki bara 1-0 heimasigur á móti FH árið 2019 þegar ég var kallaður til baka í KA frá Víking Ólafsvík á láni. Fyrsti leikurinn eftir að ég kom til baka og það var ekkert eðlilega sætt að sjá boltann rúlla undir markvörð FH eftir skot frá Grímsa af 30 metrunum.
Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum fyrir Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins árið 2015 í vítaspyrnukeppni.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri virkilega til í að fá Jón Arnar Barðdal úr HK. Veit líka að hann vill koma norður.
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Brynjar Ingi Bjarnason
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Grétar Snær Gunnarsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiða Ragney
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: John Arne Riise
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er vissulega hart barist um þennan titil, ætli ég setji þetta ekki á Brynar Inga. Honourable mentions eru Danni Hafsteins og Nökkvi Þeyr
Uppáhalds staður á Íslandi: Grundarfjörður mun alltaf eiga stað í hjarta mér.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei Hallgrímur Jónasar kenndi mér það að hjátrú væri fyrir þá weak minded.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: myes, Handbolta, Amerískum Fótbolta og svo Skíðagöngunni þegar Gunni Birgis er með hana á Rúv.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Yfirleitt aldrei í sömu, er að flakka á milli adidas, nike og Puma.. þau mega öll vera í sambandi ef þau vilja samstarf.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ætli ég hafi ekki verið lélegastur í Dönskunni.
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hrannar Björn Bergmann því hann myndi á einn eða annan hátt ná að væla okkur af þessari eyju. Steinþór Freyr því maðurinn er verkfræðingur og Bjarna Aðalsteins til að halda þessu partýi gangandi.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Sef alltaf með teipað fyrir munninn.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ætli það sé ekki bara Nökkvi Þeyr. Kom mér svakalega á óvart hvað hann nennir að dýfa sér alltaf á æfingum.
Hverju laugstu síðast:
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Hrannar Björn hvort hann ætli ekki að fara skila mér hleðslutækinu mínu.
Athugasemdir