Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilandi aðstoðarþjálfari Aftureldingar í krabbameinsmeðferð
Toni Deion Pressley.
Toni Deion Pressley.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Toni Deion Pressley, spilandi aðstoðarþjálfari Aftureldingar og fyrrum leikmaður Breiðabliks, hefur greint frá því á samfélagsmiðlum að krabbamein hafi aftur tekið sig upp í líkama hennar.

Pressley á mjög flottan feril en hún á mikinn fjölda leikja í bandarísku atvinnumannadeildinni sem er ein sterkasta deild í heimi. Árið 2019 var hún greind með brjóstakrabbamein en hún sigraði það og sneri aftur á fótboltavöllinn stuttu síðar. Hún sagði frá þeirri reynslu í viðtali við Fótbolta.net sem má lesa hér fyrir ofan.

Pressley spilaði 24 leiki með Breiðabliki en samdi svo við Aftureldingu í vetur um að verða þar spilandi aðstoðarþjálfari.

Hún segir frá því á Instagram núna að hún sé byrjuð í lyfjameðferð eftir að hafa greinst aftur með krabbamein. „Ég er viss um að þetta verði erfiðara eftir því sem ég fer oftar. Ef einhver er með ráð, þá megiði endilega láta mig vita," segir hún.

„Takk allir fyrir að deila ykkar sögum og takk fyrir allan stuðninginn," skrifar hún jafnframt.

Fótbolti.net sendir sínar bestu kveðjur Toni Pressley.


Athugasemdir
banner
banner
banner