Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 12. maí 2021 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico tveimur sigrum frá þeim stóra
Flauta þetta af dómari!
Flauta þetta af dómari!
Mynd: Getty Images
Huesca er komið upp úr fallsæti.
Huesca er komið upp úr fallsæti.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid er tveimur sigrum frá því að vinna spænsku úrvalsdeildina.

Atletico fékk Real Sociedad í heimsókn til Madrídar í kvöld og tókst að landa sigri eftir flottan fyrri hálfleik. Yannick Ferreira-Carrasco og Angel Correa skoruðu í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 að honum loknum.

Igor Zubeldia minnkaði muninn á 83. mínútu en það var of lítið, of seint. Lokatölur voru 2-1 fyrir Atletico sem er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Barcelona sem er í öðru sæti. Real Madrid gæti minnkað forskotið á morgun í tvö stig með sigri á Granada.

Atletico mætir Osasuna á heimavelli og Real Valladolid á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum.

Sevilla lagði Valencia að velli, 1-0, en Sevilla er stigum frá Atletico á toppi deildarinnar.

Í öðrum leikjum kvöldsins hafði Celta Vigo betur gegn Getafe og Huesca lagði Athletic Bilbao að velli. Huesca er komið upp úr fallsæti en stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan.

Atletico Madrid 2 - 1 Real Sociedad
1-0 Yannick Ferreira-Carrasco ('16 )
2-0 Angel Correa ('28 )
2-1 Igor Zubeldia ('83 )

Celta 1 - 0 Getafe
1-0 Nolito ('24 )

Huesca 1 - 0 Athletic
1-0 Sandro Ramirez ('61 )

Sevilla 1 - 0 Valencia
1-0 Youssef En-Nesyri ('66 )
Athugasemdir
banner
banner