Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   mið 12. maí 2021 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonar að eigin leikmaður fái meira en einn leik í bann - „Glórulaust"
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var mjög svekktur út í leikmann sinn, Octavio Paez, þegar hann mætti í viðtal eftir tap gegn KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Paez fékk beint rautt spjald fyrir hræðilega tæklingu stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Sjá einnig:
Myndband: Galin tækling hjá leikmanni Leiknis

Hann var mjög heppinn að meiða ekki leikmann KA illa. „Þetta er ein hættulegasta tækling sem ég hef séð og ég vona að hann fái meira en eins leiks bann."

„Þetta er gjörsamlega glórulaust hjá honum."

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.


Siggi Höskulds: Þetta var bara klaufagangur í okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner