Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher segir að Arsenal þurfi að vinna titil á næstu leiktíð til að halda lykilmönnum eins og Declan Rice og William Saliba innan sinna raða.
Arsenal hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Mikel Arteta en hefur ekki tekist að vinna titil í fimm ár, eða síðan liðið vann FA bikarinn 2020.
„Declan Rice hefur verið besti leikmaður Arsenal á tímabilinu en hann er ekki búinn að vinna titil síðan hann vann Sambandsdeildina með West Ham," sagði Carragher.
„Ég er ekki að segja að hann sé á barmi þess að yfirgefa félagið, en ef Arsenal vinnur ekki titil á næstu leiktíð þá gætu ákveðnar hugsanir byrjað að lauma sér í kollinn á honum. Hugsanir sem segja honum að kannski sé betra að skipta til annars félags til að vinna titla.
„Þetta er svipað hjá Saliba nema að hann hefur verið þarna aðeins lengur og er orðinn virkilega hungraður í titil."
Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa endað í öðru sæti síðustu tvö tímabil í röð. Liðið datt þá úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum þrátt fyrir að hafa sýnt flotta frammistöðu gegn franska stórveldinu Paris Saint-Germain.
„Arsenal er virkilega, virkilega nálægt því að sigra titil en síðasta skrefið er ennþá eftir. Sem fyrrum leikmaður veit ég að í þessum efnum er síðasta skrefið líka það stærsta."
Þetta sagði Carragher fyrir leik Arsenal gegn Liverpool í gær, sem lauk með 2-2 jafntefli eftir að gestirnir stóðu heiðursvörð á Anfield.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir