Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Correa og Arnautovic fara á frjálsri sölu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Joaquín Correa og Marko Arnautovic munu ekki vera áfram hjá Inter á næstu leiktíð. Þeir verða falir á frjálsri sölu þegar samningar þeirra renna út í sumar.

Correa er þrítugur sóknarleikmaður sem hefur komið við sögu í 19 leikjum á tímabilinu, nánast eingöngu sem varamaður sem kemur inn af bekknum.

Hann hefur í heildina komið að 20 mörkum með beinum hætti í 96 leikjum á dvöl sinni hjá Inter.

Correa verður líklega eftirsóttur á markaðnum í sumar en hann hefur meðal annars leikið fyrir Sevilla og Lazio á ferlinum og var á láni hjá Marseille í fyrra, en gekk ekki vel í franska boltanum.

Correa er með 20 landsleiki að baki fyrir Argentínu og vann Copa América með liðinu 2021.

Arnautovic er aftur á móti 36 ára gamall en virðist ekki hafa nein áform um að hægja á sér. Þessi öflugi framherji er goðsögn í heimalandi sínu Austurríki og er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Arnautovic hefur komið að 9 mörkum í 26 leikjum með Inter á tímabilinu þar sem hann hefur verið ofar í goggunarröðinni hjá Simone Inzaghi heldur en Correa.

Arnautovic hefur komið víða við á ferlinum og á meðal annars leiki að baki fyrir Werder Bremen, West Ham United og Bologna.

Arnautovic og Correa eru báðir partur af liði Inter sem er í harðri titilbaráttu við Napoli á lokametrum ítalska deildartímabilsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner