Hinrik Harðarson átti frábæra innkomu þegar Odd lagði Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi í kvöld.
Odd var með 2-0 forystu í hálfleik. Kongsvinger náði að minnka muninn en Hinrik kom inn á 82. mínútu. Aðeins mínútu síðar innsiglaði hann 3-1 sigur. Odd er í 5. sæti með 10 stig eftir sex umferðir.
Odd var með 2-0 forystu í hálfleik. Kongsvinger náði að minnka muninn en Hinrik kom inn á 82. mínútu. Aðeins mínútu síðar innsiglaði hann 3-1 sigur. Odd er í 5. sæti með 10 stig eftir sex umferðir.
Davíð Snær Jóhannsson spilaði allan leikinn þegar Álasund lagði Bodö/Glimt 1-0 í 32-liða úrslitum norska bikarsins.
Lyngby er stigi frá öruggu sæti í dönsku deildinni, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Liðið tapaði 2-0 gegn Vejle. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn. Íslendingaliðin Lyngby og Álaborg eru í tveimur neðstu sætunum með jafn mörg stig.
Kolbeinn Þórðarson var hvíldur þegar Gautaborg tapaði 2-1 gegn DJurgarden í sænsku deildinni. Gautaborg er með 10 stig í 11. sæti eftir átta umferðir.
Athugasemdir