Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Venezia upp úr fallsæti eftir sigur í Íslendingaslag
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: EPA
Venezia 2 - 1 Fiorentina
1-0 Fali Cande ('60 )
2-0 Gaetano Oristanio ('68 )
2-1 Rolando Mandragora ('77 )

Venezia er komið upp úr fallsæti eftir sigur í Íslendingaslag gegn Fiorentina í ítölsku deildinni í kvöld.

MIkael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og hann komst nálægt því að skora í fyrri hálfleik en David de Gea í marki Fiorentina sá við honum.

Fali Cande kom Veenezia yfir eftir klukkutíma leik þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Kike Perez. Gaetano Oristanio bætti öðru markinu við stuttu síðar.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma minnkaði Rolando Mandragora metin fyrir Fiorentina en þar við sat. Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Fiorentina vegna smávægilegra meiðsla. Bjarki Steinn Bjarkason sat á bekknum hjá Venezia.

Eins og fyrr segir er Venezia komið upp úr fallsæti en liðið er í 17. sæti með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce eru í fallsæti stigi á eftir Venezia.

Þetta tap var högg fyrir Fiorentina í Evrópubaráttunni en liðið er í 9. sæti með 59 stig, þremur stigum á eftir Roma sem er í 6. sæti og á leik til góða.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner
banner