Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 09:45
Auglýsingar
Íþróttaafrekssvið Flensborgarskóla
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meðal nemenda sem hafa útskrifast af íþróttaafrekssviði Flensborgarskóla
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er meðal nemenda sem hafa útskrifast af íþróttaafrekssviði Flensborgarskóla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar), öll íþróttafélög á landinu og ÍSÍ (Íþróttasamband Íslands).

Íþróttaafrekssviðið er hluti af öllum námsbrautum til stúdentsprófs. Séráfangar sviðsins eru ýmist teknir hjá skólanum eða viðkomandi íþróttafélagi, þar sem nemendur fá einingar fyrir að stunda afreksæfingar með sínu félagsliði.

Tilgangur sviðsins er að efla ungt íþróttafólk og búa það undir að stunda íþróttir sem atvinnumenn eða afreksmenn í sinni grein en jafnframt að geta sinnt sínu námi samhliða æfinga- og keppnisálagi. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari meistaraflokks og U17 ára landsliðs kvenna er verkefnastjóri með afrekssviðinu og veitir nemendum ráðgjöf og þann stuðning sem þau þurfa á að halda, hvort sem er í námi eða sinni íþróttagrein.


Á meðal nemenda sem hafa útskrifast af sviðinu eru Elín Klara Þorkelsdóttir (A-landsliðskona og atvinnumaður í handbolta), Ágúst Elí Björgvinsson (Atvinnumaður í handbolta), Orri Freyr Þorkelsson (A-landsliðmaður og atvinnumaður í handbolta), Ólafur Andrés Guðmundsson (Atvinnumaður í handbolta), Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og atvinnumaður í knattspyrnu), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (A-landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu), Alexandra Jóhannsdóttir (A-landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu) og Guðný Árnadóttir (A-landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu).

Allar nánari upplýsingar má finna inn á www.flensborg.is


Athugasemdir
banner
banner