Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Tindastóll lagði Stjörnuna eftir framlengdan leik
María Dögg Jóhannesdóttir
María Dögg Jóhannesdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 3 Tindastóll
0-1 Katherine Grace Pettet ('58 )
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('90 )
1-2 María Dögg Jóhannesdóttir ('94 )
1-3 Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('114 )
Lestu um leikinn

Tindastóll er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á Stjörnunni á Samsungvellinum.

Stjarnan fékk fyrsta tækifæri leiksins þegar Eyrún Embla Hjartardóttir átti skot sem Genevieve Crenshaw í marki Tindastóls varði vel. Stjörnukonur fengu tækifæri í fyrri hálfleiken Genevieve var með allt á hreinu.

Tindastóll náði forystunni eftir tæplega klukkutíma leik. Það skapaðist darraðadans inn á teig Stjörnunnar eftir aukaspyrnu, Makala Woods náði til boltans sem barst á Kathrine Grace Pettet sem skoraði.

Makala hefði getað innsiglaði sigurinn undir lok leiksins en skot hennar úr dauðafæri beint á Auði Sveinbjörnsdóttir Scheving í marki Stjörunnar.

Það var dramatík í lokin því Stjarnan skoraði í uppbótatíma. Nicola Hauk komst í boltann eftir fyrirgjöf og var næstum því búin að skora sjálfsmark en Genevieve bjargaði á síðustu stundu. Snædís María Jörundsdóttir var fljót að átta sig og kom boltanum yfir línuna.

Framlengja þurfti því leikinn en Tindastóll komst yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik í framlengingunni. Makala lagði boltann á Maríu Dögg Jóhannesdóttir sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið.

Jakobína Hjörvarsdóttir komst í frábært færi undir lok leiksins en skotið beint á Geneieve. Saga Ísey Þorsteinsdóttir innsiglaði sigur Tindastóls stuttu síðar með góðu skoti upp í þaknetið.
Athugasemdir
banner
banner