Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Karl Bretakonungur ræddi við Beckham um tapið gegn Íslandi
Bretakonungur og David Beckham ræða boltann.
Bretakonungur og David Beckham ræða boltann.
Mynd: Getty Images
Karl III Bretakonungur hitti David Beckham við verðlaunaafhendingu í London í gær. Daily Mail greinir frá því að konungurinn hafi rætt við Beckham um 0-1 tap Englands gegn Íslandi.

„Hvað var í gangi á Wembley?" spurði konungurinn á léttu nótunum en það fór vel á með honum og Beckham. Báðir brostu sínu breiðasta.

„Ég held að við eigum ekki að lesa of mikið í þetta," svaraði Beckham en leikurinn á föstudag var vináttulandsleikur.

„Þessi leikur skipti engu máli er það nokkuð? Þetta var nokkurskonar upphitun. Þú vilt ekki klára orkuna áður en alvaran byrjar," sagði Karl.

Beckham sagðist handviss um að enska liðið yrði klárt fyrir fyrsta leik og brosandi konungurinn lyfti þá upp þumlinum.

England hefur leik á EM á sunnudag með leik gegn Serbíu. Auk þessara liða eru Danmörk og Slóvenía í sama riðli.
Athugasemdir
banner
banner