Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 12. júlí 2020 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Leeds steig risastórt skref - Stoke að bjarga sér
Tveir leikir fóru fram í ensku Championship-deildinni í dag. Stoke City steig risastórt skref í átt að því að halda sér uppi með 2-0 sigri á Birmingham. Sigurinn er annar sigur Stoke í síðustu þremur leikjum og er liðið nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Í hinum leik dagsins stefndi allt í að Leeds og Swansea myndu gera markalaust jafntefli í Wales. Leeds, sem er í toppsæti deildarinnar, hélt boltanum betur en tókst ekki að koma boltanum í net heimamanna fyrr en á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Pablo Hernandez átti þá skot úr vítateignum sem fór í netið. Það reyndist sigurmark leiksins og Leeds þarf fjögur stig úr síðustu þremur umferðunum til að tryggja sig upp í efstu deild.

Stórleikur fer fram á þriðjudag þegar WBA, liðið í 2. sæti, mætir Fulham, liðinu í 4. sæti. Leeds er með sex stiga forskot á Brentford í þriðja sætinu. Brentford hefur ekki tapað stigi í síðustu sjö leikjum. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeild en liðin í 3. - 6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti.

Stoke City 2 - 0 Birmingham
1-0 Danny Batth ('12 )
2-0 Samuel Clucas ('45 )

Swansea 0 - 1 Leeds
0-1 Pablo Hernandez ('89 )
Athugasemdir
banner