Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. ágúst 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Langbest fyrir Heimi ef hann verður rekinn"
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur og sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr Football, segir að það yrði langbest fyrir Heimi Hallgrímsson að hann yrði rekinn frá Al Arabi í Katar.

Heimir, sem er fyrrum landsliðsþjálfari, tók við Al Arabi í desember 2018.

Liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar í úrvalsdeildinni í Katar með 25 stig eftir 20 leiki.

„Alltaf þegar ég sé mynd af Heimi Hallgrímssyni á Twitter-síðunni þeirra þá óttast ég alltaf það versta," sagði Hjörvar Hafliðason í þætti af Dr Football í síðustu viku.

„Ertu þá að meina að hann fái rauða spjaldið?" sagði Mikael og hélt áfram: „Þyrftu þeir ekki að borga hann út? Væri það ekki bara frábær díll fyrir hann? Að fara að koma þjálfarferlinum aftur af stað ef hann hefur áhuga á að þjálfa. Með fullri virðingu fyrir Heimi, sem er frábær þjálfari, þá er þetta bara eitthvað grín."

Mikael telur að það sé ekki mikil alvara í því fyrir Heimi að þjálfa í Katar.

„Ég held að það yrði langbest fyrir hann ef hann verður rekinn, fá alla peningana borgaða og fara að þjálfa eitthvað alvöru dæmi aftur. Hann er allof góður þjálfari fyrir þetta, en auðvitað tekurðu þennan pening."

Þess má geta að Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, hefur verið orðaður við Al Arabi að undanförnu.

Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner