Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   fös 12. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Barca skilur óskráða leikmenn eftir heima
Mynd: EPA

Spænska deildartímabilið hefst með viðureign Osasuna gegn Sevilla í kvöld og er búið að dreifa leiktímunum vel yfir fjóra daga.


Það er einn leikur í kvöld og svo þrír leikir á dag næstu þrjá daga. Barcelona mætir til leiks á morgun gegn Rayo Vallecano en er ennþá með nokkra óskráða leikmenn í hópnum.

Robert Lewandowski, Raphinha, Franck Kessie, Andreas Christensen og Jules Kounde eru allir óskráðir. Börsungar hafa tíma til klukkan 16:00 í dag til að skrá leikmenn fyrir fyrstu umferðina og ólíklegt er að félaginu takist að skrá meira en tvo eða þrjá nýja menn í tæka tíð.

Real Madrid mætir til leiks á sunnudagskvöldið gegn nýliðum Almeria áður en Atletico Madrid spilar útileik við Getafe á mánudag.

Föstudagur:
19:00 Osasuna - Sevilla

Laugardagur:
15:00 Celta - Espanyol
17:00 Valladolid - Villarreal
19:00 Barcelona - Vallecano

Sunnudagur:
15:30 Cadiz - Real Sociedad
17:30 Valencia - Girona
20:00 Almeria - Real Madrid

Mánudagur:
15:30 Athletic Bilbao - Mallorca
17:30 Getafe - Atletico Madrid
19:30 Betis - Elche


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
11 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner
banner