
Afturelding vann gríðarlega sterkan 1-0 sigur á Þór/KA í botnbaráttunni í Bestu deild kvenna á dögunum en liðið er nú einu stigi frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.
Hópurinn var orðinn ansi þunnur og Alexander Aron Davorsson þjálfari liðsins sagði í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn á Þór/KA að það hafi aðeins verið átta leikmenn á æfingu tveimur vikum áður en EM hléinu lauk.
„Það er erfitt að fá Evrópubúa til Íslands til að koma að vinna og annað. Við náðum að finna leikmenn til að breikka hópinn og gerðum það vel. Ég er núna að vinna mikið með þeim að koma þeim hægt og rólega inn í þetta og líka leikmennirnir sem eru fyrir hjálpa," sagði Alexander.
Afturelding komst upp í Bestu deildina eftir að hafa endað í 2. sæti í Lengjudeildinni á síðsutu leiktíð. Alexander er afar þakklátur stjórn félagsins að styðja við bakið á liðinu.
„Ég er hrikalega ánægður með stjórnina í Aftureldingu að bakka þetta upp og eru tilbúin að keyra á þessu. Það sýnir að það sé líka trú hjá stjórninni og félaginu á stelpunum í liðinu og það er mjög gott."
Afturelding getur komist upp úr fallsæti með sigri á Keflavík á þriðjudaginn.