Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
FH vann 3-2 endurkomusigur gegn ÍA í framúrskarandi skemmtilegum fótboltaleik í 18. umferð Bestu deildarinnar. Sigurður Bjartur Hallsson er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Hann skoraði tvö frábær mörk í leiknum, 'Siggi Hall' eins og hann er kallaður í Krikanum bauð upp á meistaralegar afgreiðslur í báðum mörkunum. Hann hefur skorað nokkur ansi falleg mörk í sumar og er mjög leikinn í að vippa boltanum þegar kemur að því að reka smiðshöggið.
Hann skoraði tvö frábær mörk í leiknum, 'Siggi Hall' eins og hann er kallaður í Krikanum bauð upp á meistaralegar afgreiðslur í báðum mörkunum. Hann hefur skorað nokkur ansi falleg mörk í sumar og er mjög leikinn í að vippa boltanum þegar kemur að því að reka smiðshöggið.
„Þetta lítur út fyrir að vera svo einfalt en er það ekki. Frábærlega gert og sá er í stuði," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem umferðin er gerð upp.
Sigurður Bjartur er kominn með átta mörk í Bestu deildinni og hann ræddi við Fótbolta.net eftir þennan magnaða leik í gær. Hann segir að vendipunkturinn hafi verið þegar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, fékk rautt spjald. Það hafi kveikt í liðinu.
„Við vorum ömurlegir fyrstu 40 mínúturnar, gjörsamlega meðvitundarlausir. Ég held að Heimir hafi kveikt í mannskapnum þegar hann fær rauða spjaldi, fer enni í enni. Þegar þú sérð þjálfarann þinn slást þarftu að lyfta þér upp á tærnar og rífa þig í gang. Hann tók einn fyrir liðið," sagði Sigurður Bjartur.
Leikmenn umferðarinnar:
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir