Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 29. júlí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 16. umferð - Bestu kaupin í deildinni
Frederik Schram (Valur)
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur trónir á toppi Bestu deildarinnar og bikarúrslitaleikur gegn Vestra er framundan í dagskránni. Óhætt er að segja að Hlíðarendapiltar séu á flugi en þar á markvörðurinn Frederik Schram gríðarlega mikið hrós skilið.

Hann hefur tekið rosalega mikilvægar markvörslur á stórum tímapunktum og rætt var um það í Innkastinu að hann væri á leið með að vera bestu kaup tímabilsins í Bestu deildinni.

Frederik Schram er leikmaður 16. umferðar eftir að Valur vann 3-1 sigur gegn FH.

„Schram var einfaldlega stórkostlegur í dag. Eitt skipti sem hann tók tvöfalda vörslu, og alveg 2-3 vörslur í viðbót sem voru á einhverjum öðrum klassa en við erum vön að sjá á Íslandi," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í skýrslu um leikinn.

„Frederik Schram var frábær í að hjálpa okkur í gegnum erfiða kafla þar sem FH-ingar voru að vaða í færum. Á endanum bara gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir okkur," sagði Túfa, þjálfari Vals, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Leikmenn umferðarinnar:
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner