Fatai Gbadamosi er leikmaður sem hefur heillað marga inn á miðjunni hjá Vestra í sumar.
Hann er djúpur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Kórdrengjum tímabilið 2021. Hann fór svo í Vestra þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu fyrir tímabilið 2023.
Hann er djúpur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Kórdrengjum tímabilið 2021. Hann fór svo í Vestra þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu fyrir tímabilið 2023.
Albert Brynjar Ingason var í Kórdrengjum þegar Fatai kom fyrst til landsins en hann segir hann hafa bætt sig mikið frá þeim tíma. Hann hafi verið ömurlegur á æfingum þegar hann kom fyrst til landsins en frábær í leikjunum.
„Ég var í Kórdrengjum þegar Davíð Smári sótti hann fyrst. Hann var að æfa með okkur í dágóðan tíma áður en hann spilaði fyrst. Ég hugsaði: 'Hvað er Davíð Smári að gera?' Þetta var einn lélegasti leikmaður sem ég hafði æft með," sagði Albert Brynjar.
„Hann var að gera fáránlega hluti í reit og var alltaf að skjóta. Svo þegar komið er inn í leik, þá er þetta allt annar leikmaður. Hann þekkir sín takmörk í leikjum. Hann er ekki mikið að láta vaða eða taka menn á eins og hann var alltaf að gera á æfingum. Hann er ekki góður á æfingum en frábær í leikjum. Hann er líka búinn að bæta sig helling á boltann."
Fatai er frá Nígeríu og verður 27 ára í nóvember. Hann verður samninglaus eftir tímabilið.
Athugasemdir