„Þetta var helvíti ljúft," sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir 2-1 sigur U21 landsliðsins gegn Tékklandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins.
Andri Lucas, sem var fyrirliði Íslands í leiknum, skoraði fyrsta mark leiksins en Tékkland jafnaði svo eftir misheppnaða sendingu hans. Í uppbótartímanum skoraði þó Andri Fannar Baldursson glæsimark til að tryggja sigurinn.
Andri Lucas, sem var fyrirliði Íslands í leiknum, skoraði fyrsta mark leiksins en Tékkland jafnaði svo eftir misheppnaða sendingu hans. Í uppbótartímanum skoraði þó Andri Fannar Baldursson glæsimark til að tryggja sigurinn.
Lestu um leikinn: Ísland U21 2 - 1 Tékkland U21
„Það var klaufalegt hjá mér að gefa þeim þetta færi þegar það var svona lítið eftir. Þetta var klaufalegt. Það var mjög gaman að sjá Andra klína honum svo upp í samskeytin."
„Eins og ég segi þá var þetta mjög klaufalegt en maður lærir af þessu."
„Landsleikir snúast um að vinna og við gerðum það í dag."
Hann segir að það hafi verið gaman að fá að vera fyrirliði í leiknum. „Ég tek það verkefni sem ég fæ. Auðvitað segi ég já þegar Davíð spyr mig um að vera fyrirliði."
„Auðvitað ætlum við okkur á EM og þetta er því mjög sterkt," sagði Andri Lucas um stigin þrjú en U21 landsliðið fylgdi vel á eftir frábærum sigri hjá A-landsliðinu í gærkvöldi. „Það er helvíti gaman að vera Íslendingur í dag."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Andri meðal annars um markið sem hann skoraði í leiknum.
Athugasemdir