Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland: Messi og Ronaldo hafa verið að ná fáránlegum hlutum

Erling Haaland og Kylian Mbappe eru tveir af bestu leikmönnum heims í dag en Haaland segir fólki að gleyma ekki tveimur öðrum leikmönnum í umræðunni.


Haaland var spurður út í samanburðinn á sér og Mbappe en norski framherjinn hrósaði þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

„Þetta er það sem allir hugsa en passið ykkur. Ég verð að nefna að hversu mikið Messi og Ronaldo hafa verið að ná fáránlegum hlutum. Munum líka að þeir eru enn að gera sömu hlutina þrátt fyrir að þeir eru orðnir eldri," sagði Haaland.

„Það er ljóst að þeir eru frábærir leikmenn. Ég er stoltur að ég gat séð tvo magnaða sigurvegara eins og þá."

Haaland vann þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð og bætti markametið í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði 35 mörk á sínu fyrsta tímabili á síðustu leiktíð. Hann er talinn líklegur til að vera valinn besti leikmaður heims en Mbappe og Messi eru einnig á listanum.

Sjá einnig:
Þessir 30 koma til greina fyrir Gullknöttinn


Athugasemdir
banner