Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 06. september 2023 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Þessir 30 koma til greina fyrir Gullknöttinn
Cristiano Ronaldo og Marcus Rashford ekki með
Það styttist í árlega verðlaunaafhendingu fyrir Gullknöttinn þar sem 30 af bestu fótboltamönnum heims keppast um að vera titlaðir sá besti.

Það eru landsliðsfyrirliðar, landsliðsþjálfarar og valdir fréttamenn sem fá kosningarétt í atkvæðagreiðslunni sem tekur mið af síðasta fótboltaári. Þar varð Lionel Messi loksins heimsmeistari með Argentínu á meðan Erling Braut Haaland vann þrennuna með Manchester City og bætti ýmis markamet.

Kylian Mbappé átti einnig frábært ár en tókst ekki að verja heimsmeistaratitilinn þrátt fyrir að skora þrennu í úrslitaleiknum.

Á 30 manna listanum má finna menn sem hafa hlotið verðlaunin áður, svo sem Luka Modric, Karim Benzema og Lionel Messi, en einnig unga og efnilega leikmenn á borð við Jude Bellingham, Khvicha Kvaratskhelia, Vinicius Junior og Julian Alvarez.

Messi, Haaland og Mbappe eru taldir líklegastir til að hreppa Gullknöttinn í ár.

Cristiano Ronaldo, sem lék fyrir Manchester United og Al-Nassr á síðustu leiktíð, kemur ekki til greina. Það gerir Marcus Rashford ekki heldur þrátt fyrir 30 mörk og 11 stoðsendingar með Rauðu djöflunum á síðustu leiktíð.

30 manna listi fyrir Ballon d'Or:
Kylian Mbappe (PSG - Frakkland)
Luka Modric (Real Madrid - Króatía)
Harry Kane (Tottenham - England) farinn til Bayern
Kim Min-jae (Napoli - S-Kórea) fariinn til Bayern
Victor Osimhen (Napoli - Nígería)
Khvicha Kvaratskhelia (Napoli - Georgía)
Robert Lewandowski (Barcelona - Pólland)
Antoine Griezmann (Atletico - Frakkland)
André Onana (Inter - Kamerún) farinn til Man Utd
Nicoló Barella (Inter - Ítalía)
Lautaro Martínez (Inter - Argentína)
Lionel Messi (PSG - Argentína) farinn til Inter Miami
Emiliano Martinez (Aston Villa - Argentína)
Bukayo Saka (Arsenal - England)
Martin Ödegaard (Arsenal - Noregur)
Erling Haaland (Man City - Noregur)
Rodri (Man City - Spánn)
Ruben Dias (Man City - Portúgal)
Bernardo Silva (Man City - Portúgal)
Kevin De Bruyne (Man City - Belgía)
Ilkay Gundogan (Man City - Þýskaland) farinn til Barcelona
Julian Alvarez (Man City - Argentína)
Yassine Bono (Sevilla - Marokkó) farinn til Al-Hilal
Vinicius Junior (Real Madrid - Brasilía)
Randal Kolo Muani (Frankfurt - Frakkland) farinn til PSG
Jude Bellingham (Dortmund - England) farinn til Real Madrid
Karim Benzema (Real Madrid - Frakkland) farinn til Al-Ittihad
Josko Gvardiol (RB Leipzig - Króatía) farinn til Man City
Jamal Musiala (FC Bayern - Þýskaland)
Mohamed Salah (Liverpool - Egyptaland)


Athugasemdir
banner