Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörtur: Vilt spila við þá allra bestu og hann hefur lengi verið á toppnum
Icelandair
Hjörtur og Dzeko í baráttunni.
Hjörtur og Dzeko í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Landsliðsþjálfarinn ánægður í leikslok.
Landsliðsþjálfarinn ánægður í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hjörtur Hermannsson spilaði í gær sinn fyrsta landsleik síðan í október 2021. Landsleikur númer 26 á ferlinum en Hjörtur kom inn fyrir Hörð Björgvin Magnússon sem tók út leikbann.

Ísland landaði 1-0 heimasigri gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM og ræddi Hjörtur, sem er 28 ára miðvörður Pisa á Ítalíu, við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

„Það var bara frábært (að spila við hlið Gulla). Það er þvílíkur heiður að fá að klæðast Íslensku treyjunni og þetta er bara skemmtilegasta sem maður gerir. Þannig vonandi gerir maður meira af því í framtíðinni," sagði Hjörtur.

Hjörtur var einn af þremur leikmönnum Íslands sem fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í gær. Hann var spurður hvort hann væri að gera tilkall til að vera áfram í varnarlínuninni út undankeppnina.

„Það kemur í ljós, það eru margir frábærir leikmenn. Eins og Hörður sem tekur út leikbann og Sverrir Ingi sem er að glíma við meiðsli. Þeir eru tveir frábærir leikmenn sem koma til baka, en að sjálfsögðu vill maður spila sem flesta leiki. Ég er sáttur með mína frammistöðu í dag og liðsins sem heild. Það er einföld stærðfræði: ef við höldum núllinu þá þarf ekki nema eitt mark til að vinna leikinn og það gerðum við svo sannarlega í dag."

„Það besta við fótboltann, þegar maður stendur sig ekki alveg nógu vel, er að fá tækifæri til að svara fyrir sig svona fljótt. Það er gott að geta klárað þennan leik og sækja þessi þrjú stig. Vonandi höldum við áfram að sækja fleiri stig, þá veit maður aldrei hvað gæti gerst."


Hjörtur glímdi við Edin Dzeko, framherja Fenerbahce og fyrrum leikmann Wolfsburg, Manchester City, Roma og Inter Milan, í leiknum.

„Maður sér að þetta er gæðaleikmaður og þetta eru leikirnir sem þú vilt spila; á móti þeim allra bestu. Hann er svo sannarlega búinn að vera lengi á toppnum í fóboltanum. Gaman að fá að kljást við að hann og gott að geta haldið honum í skefjum svo hann sé ekki að setja mark sitt meira á leikinn en þetta."

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
„Minn maður leiksins er Hjörtur Hermannsson“




Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner
banner