Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samskipti Valtýs og Guðna forseta vöktu athygli - „Annað hvort með höfðinu eða rassinum"
Icelandair
Guðni Th.
Guðni Th.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valtýr Björn.
Valtýr Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðlamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson var meðal áhorfenda á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland og Bosnía og Hersegóvína öttu kappi í undankeppni EM.

Ísland vann 1-0 sigur en fyrir leikinn var ákveðinn hápunktur fyrir þá sem urðu vitni af samskiptum Valtýs og Guðna forseta. Guðni Th. Jóhannesson sat í heiðurstúkunni fyrir ofan fjölmiðlaboxið.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Á 79. mínútu klúðraði Jón Dagur Þorsteinsson dauðafæri eftir sendingu frá Hákoni Arnari Haraldssyni. Valtýr stökk upp úr sæti sínu og trúði ekki sínum eigin augum. Guðni kallaði á hann og spurði hvort hann hefði ekki nýtt þetta færi.

„Þið hefðuð átt að sjá samskiptin milli Valtýs og Guðna forseta, þau voru geggjuð," sagði Guðmundur Aðalsteinn í Innkastinu sem hlusta má hér neðst í fréttinni.

„Valtýr var alveg trylltur að boltinn fór ekki inn og Guðni spyr hann hvort hann hefði ekki skorað úr þessu. Valtarinn svaraði því auðvitað játandi, hefði skorað annað hvort með höfðinu eða rassinum."

Valtýr sneri sér við og benti Guðna á bakhlið sína til að gefa til sýna hvernig hann hefði nýtt afturendann til þess að skora. „Guðni fór að skellihlæja, var hrifinn af þessu. Ég vil fá meira af þeim tveimur, alveg geggjað," sagði Guðmundur.



Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner
banner
banner