Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 12. september 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrír unnu sinn fyrsta landsleik - Löng bið Kolbeins og Willums á enda
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslenska landsliðið vann dramatískan sigur á Bosníu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í gær. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og skoraði eina markið í uppbótatíma.


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Þetta var kærkominn sigur en þetta var fyrsti sigur landsliðsins síðan Age Hareide tók við þjálfun liðsins.

Þetta var fyrsti sigur landsliðsins síðan liðið valtaði yfir Liechtenstein þann 26. mars 7-0. Átta leikmenn sem tóku þátt í leiknum í gær spiluðu í sigrinum gegn Liechtenstein.

Orri Steinn Óskarsson var að spila annan A landsleikinn sinn í gær og var þetta því hans fyrsti sigur á landsliðsferlinum. Þetta var einnig fyrsti sigur Willums Þórs Willumssonar en þetta var fjórði landsleikur hans.

Arnór Ingvi Traustason var síðast í sigurliði Íslands þegar liðið lagði Liechtenstein 4-1 í undankeppni HM í mars 2021. Hjörtur Hermannsson spilaði þegar Ísland vann síðari leikinn í október sama ár.

Kolbeinn Finnsson var síðast valinn í landsliðshópinn í janúar 2019 þegar liðið gerði jafntefli gegn Svíþjóð og Eistlandi og hefur hann því þurft að bíða lengi eftir sínum fyrsta sigri í landsliðstreyjunni.


Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner
banner