Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 12. október 2020 23:00
Victor Pálsson
Martinelli á góðum batavegi
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst illa þann 2. mars. eftir leik Arsenal við Portsmouth í enska bikarnum.

Martinelli er ein af vonarstjörnum Arsenal en hann er að glíma við hnémeiðsli og hefur ekki leikið í sjö mánuði.

Leikmaðurinn segist þó vera á réttri leið og getur bráðlega byrjað að æfa með bolta á ný.

„Mér líður mjög vel. Ég er að ná sjálfstraustinu til baka og finn fyrir því að hnéð er orðið betra," sagði Martinelli.

„Eftir svona meiðsli þá er maður hræddur við að reyna á hnéð aftur en síðustu vikur hafa verið í lagi og bráðlega get ég byrjað að æfa með bolta."

„Við erum með frábæran hóp og með hugmyndafræði Mikel Arteta þá getum við haldið áfram að gera vel."

Athugasemdir
banner
banner