Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. október 2021 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Tíunda þrenna Ronaldo fyrir Portúgal
Cristiano Ronaldo er með flestar þrennur í landsliðsboltanum
Cristiano Ronaldo er með flestar þrennur í landsliðsboltanum
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði tíundu þrennuna á landsliðsferlinum í 5-0 sigri portúgalska landsliðsins á Lúxemborg.

Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörkin úr vitaspyrnum áður en hann tryggði þrennuna nokkrum mínútum fyrir leikslok. Það gerði hann með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Ruben Neves.

Hann er nú kominn með 115 landsliðsmörk. Hann sló markameti Ali Daei í september og er markahæsti landsliðsmaður frá upphafi.

Ronaldo hefur tíu sinnum skorað þrennu fyrir Portúgal. Sú fyrsta gegn Norður-Írlandi árið 2013.

Síðan þá hefur hann gert það gegn Svíþjóð, Armeníu, Andorra, Færeyjum, Spáni, Sviss og tvívegis gegn Litháen.

Enginn landsliðsmaður hefur skorað fleiri þrennur fyrir þjóð sína en Ronaldo var jafn Sven Rydell, fyrrum leikmanni sænska landsliðsins, fyrir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner