Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 12. nóvember 2020 10:56
Magnús Már Einarsson
Englendingar vilja undanþágu svo Ísland geti spilað á Wembley
Úr leik Englands og Íslands í september.
Úr leik Englands og Íslands í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið hefur beðið yfirvöld þar í landi um undanþágu til að íslenska landsliðið fái að koma frá Danmerkur til Englands eftir helgi.

Ísland og England eiga að mætast á Wembley næstkomandi miðvikudag í Þjóðadeildinni.

Ísland mætir fyrst Danmörku í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Ferðabann er frá Danmörku til Englands eftir að stökkbreytt afbrigði af kóronuveirunni fannst í minkum í Danmörku.

Rætt hefur verið um að færa leik Íslands og Englands til Þýskalands eða í annað land. Englendingar hafa nú óskað eftir sérstakri undanþágu til að Ísland megi koma til landsins, að uppfylltum ströngum skilyrðum.

Leikmenn Íslands fara í kórónuveirupróf áður en þeir leggja af stað frá Danmörku.

„Við höfum náð samkomulagi við íslenska liðið um að þeir komi í einkaflugvél í einkaflugstöð og liðið má einungis vera á hóteli liðsins og á leikvanginum," segir talsmaður enska knattspyrnusambandsins.

„Við munum bæta við kórónuveiruprófum fyrir alla leikmenn og starfsmenn fyrir leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner