Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. nóvember 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr: Gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir landsleikinn gegn Ungverjalandi sem hefst klukkan 19:45.

Það er allt undir í leiknum; sigurliðið kemst inn á Evrópumótið næsta sumar.

„Það er loksins komið að þessu, veit ekki hvað er búið að vera löng bið. Spennustigið er mjög gott. Ég er nokkuð rólegur og líður vel. Ég er sannfærður um að liðið sé eins vel undirbúið og kostur er á. Það hefur gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning," sagði Freyr í viðtali við Stöð 2 Sport.

Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Arnór Ingva Traustason, sem er fjarri góðu gamni.

„Það sést á liðsvalinu í heild sinni að það er verið að setja marmarakúlurnar á 'chemistry-ið' í liðinu. Það er augljóst að mál, eins og gegn Rúmeníu, að við erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir."

Birkir Bjarnason fer út á vinstri kantinn og Rúnar Már kemur inn á miðjuna. Freyr segir að staðan sem Birkir fer í komi til með að reynast mjög mikilvæg gegn 3-5-2 leikkerfi Ungverja og að Rúnar Már komi inn á miðjuna með mikla taktíska þekkingu.

„Þetta eru engin geimvísindi. Við spilum okkar leik og þið munuð fá að sjá íslenska landsliðið sem öll þjóðin þekkir," sagði Freyr.

Textalýsingu frá leiknum má nálgast HÉRNA.
Athugasemdir
banner
banner
banner