Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 12:33
Magnús Már Einarsson
Joe Gomez fór í aðgerð - Spilar líklega lítið á þessu tímabili
Joe Gomez og Virgil van Dijk verða báðir frá keppni næstu mánuðina.
Joe Gomez og Virgil van Dijk verða báðir frá keppni næstu mánuðina.
Mynd: Getty Images
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð í London eftir að hann meiddist á hné á æfingu enska landsliðsins í gær. Hinn 23 ára gamli Gomez verður frá keppni í nokkra mánuði.

„Enginn tímarammi hefur verið settur á endurkomu en meiðslin munu líklega útiloka að hann spili stóran hluta af því sem er eftir af tímabilinu 2020-21," segir á vef Liverpool.

Þessi meiðsli eru mikið áfall fyrir Liverpool en í síðasta mánuði meiddist Virgil van Dijk illa á hné og óvíst er hvort hann spili meira á tímabilinu.

Liverpool gæti keypt miðvörð í janúar í ljósi þessara frétta. Joel Maip er eini reynslumikli miðvörðurinn sem er heill heilsu en Nathaniel Phillips og Rhys Williams hafa báðir fengið tækifæri að undanförnu.

Þá gæti miðjumaðurinn Fabinho spilað í hjarta varnarinnar en hann snýr aftur eftir meiðsli þegar boltinn byrjar að rúlla eftir landsleikjahlé.

Auk meiðsla Van Dijk og Gomez þá verður bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Manchester City um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner