Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. nóvember 2021 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlaði að horfa á Barbáru - Nefndi fjórar aðrar sem banka á dyrnar
Icelandair
Barbára Sól
Barbára Sól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist var valin besti leikmaður tímabilsins hér á Fótbolti.net.
Mist var valin besti leikmaður tímabilsins hér á Fótbolti.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson tilkynnt í dag 23ja manna leikmannahóp fyrir tvo leiki kvennalandsliðsins í þessum mánuði.

Smelltu hér til að sjá hópinn!

Fjórar sem eru meiddar
Tvær breytingar eru á hópnum frá því síðast. Berglind Rós Ágústsdóttir er ekki með og er ein fjögurra leikmanna sem glíma við meiðsli og komu því ekki til greina í hópinn að þessu sinni. Þá dettur Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr hópnum. Steini var spurður út í Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur.

„Þær sem eru meiddar núna; Elín Metta er meidd og ekki farin að geta æft á fullu, Áslaug Munda er frá vegna höfuðhöggsins og er vonandi að ná sér hægt og rólega, Berglind Rós er náttúrulega meidd, Hlín Eiríksdóttir er meidd og verður frá í einhvern tíma, vonandi ekki langan en hún tognaði aftan í læri. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinni, þessar fjórar eru allavega frá vegna meiðsla," sagði Steini.

Landsliðsþjálfarinn greindi frá því á fréttamannafundi í dag að hann hefði ætlað að horfa á leik með Barbáru Sól Gísladóttur um síðustu helgi en hún hefði verið frá vegna meiðsla og hann hafi því ekki farið til Danmerkur. Steini var spurður út í Barbáru á fundinum en hún hefur ekki verið í landsliðshópnum frá því Steini tók við.

Barbára hefur ekki verið í hópnum. Hvernig er staðan á henni og hver er ástæðan fyrir því að hún er ekki í hópnum?

„Barbára er búin að vera aðeins frá núna en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs. Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Barbára er klárlega ein af þeim."

Taldi upp fjórar sem eru nálægt - Valið 33 til þessa
„Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðar að undanförnu. Ásta Árna [Ásta Eir Árnadóttir] er komin til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriksdóttir er líka komin til baka eftir barnsburð - það er spurning hvort maður kíki á þær einhvern tímann ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist [Edvardsdóttur], Örnu Sif [Ásgrímsdóttur]- það er slatti af leikmönnum sem ég hef ekki valið hingað til."

„Eins og ég hef sagt áður þá höfum við úr stórum hópi að velja og góðum leikmönnum. Það er samkeppni um sæti í hópnum. Ég held ég sé búinn að velja 33 leikmenn í þessi verkefni sem ég hef verið með þannig ég er allavega búinn að ná að skoða 33 leikmenn sem er ágætist tala meðan þú mátt bara vera með 23 í hóp. Samkeppnin veldur því að leikmenn eru ekki valdir í þetta skiptið,"
sagði Steini.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner